Starfsfólk breska bankans HSBC fékk á föstudag tölvupóst þess efnis að stjórn bankans hefði ákveðið að frysta á allar nýráðningar og launahækkanir á árinu í tilraun til mikils niðurskurðar.

Bankinn tilkynnti fjárfestum í júní síðastliðnum að hann hyggðist skera niður um heila 650 milljarða íslenskra króna. Þá var áætlað að átta þúsund manns yrði sagt upp störfum í Bretlandi og 25.000 á heimsvísu.

Þá sagðist bankinn einnig ætla að minnka umsvif fjárfestingabankadeildar sinnar um þriðjung sem mótvægi við slælegan hagvöxt og aukið reglugerðarfargan á heimsvísu varðandi fjárfestingabankastarfsemi.