HSBC tapaði 4,2 milljörðum dollara á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta kemur fram í frétt CNN um málið.

Hagnaður bankans minnkaði um 82 prósentustig milli áranna 2015 og 2016. Árið 2016 hagnaðist bankinn um 2,48 milljarða dollara samanborið við 13,52 milljarða dollara árið áður. Þetta kemur fram í frétt AFP .

Í yfirlýsingu frá bankanum segir stjórnarformaður bankans Douglas Flint, að einangrunarstefna og popúlismi í Evrópu gætu haft slæm áhrif á rekstrarumhverfi bankans. Þá er einnig sér í lagi vísað til þess að HSBC hafi áhyggjur af aukinni verndarstefnu Bandaríkjanna undir Donald Trump og möguleg áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.