Breski risabankinn HSBC er með í undirbúnini að segja upp á milli 300 til 500 starfsmönnum í hagræðingarskyni. Bankinn þarf að reiða fram 10,5 milljónir punda, jafnvirði tveggja milljarða króna, í sekt. Sekt var lögð á bankann vegna þess sem erlendir fjölmiðlar kalla óviðeigandi ráðgjöf um fjárfestingar eldri borgara.

Verkalýðsfélög í Bretlandi gagnrýna uppsagnirnar harðlega segja þær koma á versta tíma.

HSBC vann við söluna á kjölfestuhlut í Landsbankanum þegar hann var seldur Björgólfsfeðgum og Magnúsi Þorsteinssyni á sínum tíma.

Þetta er annað skiptið á stuttum tíma sem HSBC tilkynnir um uppsagnir hjá bankanum. Ágúst greindu stjórnendur hans frá slæmum horfum í rekstri og áformum um að segja 25 þúsund manns upp á starfsstöðvum um allan heim.