Þýski bankinn HSH Nordbank undirbýr nú lögsókn á hendur svissneska bankanum UBS fyrir misleiðandi söluráðgjöf bankans er tengist undirlánamörkuðum í Bandaríkjunum.

Talsmenn HSH Nordbank segja bankann hafa orðið af 500 milljónum bandaríkjadala vegna fjárfestinga sinna frá árinu 2002. Fréttavefur BBC greinir frá þessu.

Þá kemur einnig fram að búast megi við hrinu lögsókna takist HSH Nordbank að vinna mál sitt en það verður að öllum líkindum tekið fyrir í New York í lok mánaðarins.

Talsmenn UBS bankans hafa ekki viljað tjá sig um málið.