*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 12. janúar 2006 09:29

Hæsta ársávöxtun Vista frá því að sjóðurinn var stofnaður

Ritstjórn

Séreignarsjóðurinn Vista, sem rekinn er af Kaupþingi banka og tekur við viðbótarlífeyrissparnaði, skilaði síðastliðið ár hæstu ársávöxtun frá því sjóðurinn var stofnaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Sjóðurinn býður upp á átta mismunandi fjárfestingarleiðir og ein þessara leiða, Innlend hlutabréf, skilaði 67,4% nafnávöxtun og er það 2,7% umfram hækkun úrvalsvísitölunnar.

?Flestar fjárfestingarleiðir hækkuðu meira en viðmiðunarvísitölur þeirra," segir í tilkynningunni.

Séreignarsjóðurinn Vista var stofnaður árið 2001 og eru sjóðfélagar um 27 þúsund og stærð sjóðsins tæpir fjórir milljarðar.