Dóms er að vænta í Hæstarétti nú kl. 16 í hluta Baugsmálsins svonefnda. Það er sá hluti málsins er laut að sex ákæruliðum af þeim 40 sem upphaflega ákæran í Baugsmálinu tók til.

Ákæruatriðin lúta annars vegar að meintum lögbrotum við gerð ársreikninga Baugs á árunum 1998?2001 og hins vegar við innflutning á tveimur bílum til landsins á árunum 1999 og 2000. Sýknað var af þessum liðum í undirrétti.

Dómurinn er skipaður fimm hæstaréttardómurum, þeim  Markúsi Sigurbjörnssyni, Gunnlaugi Claessen, Ingibjörgu Benediktsdóttur, Árna Kolbeinssyni og Hjördísi Hákonardóttur.