Farsímaframleiðandinn ætlar að breyta um áherslur í framtíðinni og beina sjónum fremur að gerð miðlungsdýrra farsíma en þeim dýrari í skugga þess að tekjur fyrirtækisins hafa dregist saman viðstöðulítið í meira en tvö ár. Tekjurnar námu 43 milljörðum taívan-dala á fjórða ársfjórðungi í fyrra borið saman við 60 milljarða ári fyrr. Með framleiðslu síma á viðráðanlegu verði er stefnt að því að blása lífi í farsímasöluna.

Fram kemur í umfjöllun fréttastofu Reuters að sala á símum undir merkjum HTC hafi dregist saman um 38% á milli ára í janúar síðastliðnum.