Farsímaframleiðandinn HTC frá Taívan hefur tekið fram úr bandaríska keppinautinum Research in Motion (RIM) á markaðnum. Fyrirtækið seldi 13,2 milljónir snjallsíma á þriðja rekstrarfjórðungi, sem er 93% aukning frá sama tíma í fyrra. Til samanburðar seldi Apple 17,07 milljónir farsíma á fjórðungnum og Nokia 16,8 milljónir síma.

RIM framleiðir farsíma undir merkjum Blackberry. RIM seldi 11,8 milljónir farsíma á þriðja ársfjórðungi.

Hagnaður HTC á tímabilinu nam 18,7 milljónum taívanskra dala, jafnvirði tæpra 71 milljarða króna, og var það 68% aukning á milli ára. Tekjur námu 136 milljörðum dala á tímabilinu.

Sala á símum fyrirtækisins er misjöfn eftir löndum. Sem dæmi seldust nífalt fleiri símar undir merkjum HTC í Kína á þriðja ársfjórðungi á þessu ári en á sama tíma í fyrra.

Forsvarsmenn fyrirtækisins búast við álíka mikilli sölu á snjallsímum til áramóta, að því er fram kemur á vef Computerworld.