Gengi hlutabréfa farsímaframleiðandans HTC féll um 5% á mörkuðum í Asíu í nótt eftir að fyrirtækið birti slakt uppgjör fyrir fjórða og síðasta ársfjórðung nýliðins árs. Samkvæmt uppgjörinu sem birt var í gær hagnaðist HTC um jafnvirði 10 milljóna dala sem var tífalt minna en á fjórða ársfjórðungi 2012.

Breska útvarpið (BBC) segir í umfjöllun sinni um HTC að fyrirtækið láti á sjá eftir harða samkeppni og sé markaðsverðmæti þess nú tæplega þriðjungi minna en fyrir tveimur árum.

HTC var með 2,2% markaðshlutdeild á snjallsímamarkaði á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Tveimur árum fyrr nam hlutdeild fyrirtækisins10,3%.