Uppbótargreiðslur sem einstaklingar fá til að standa straum af lyfjakostnaði munu ekki leiða til þess að lámarksframfærslutrygging þeirra lækki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félags og tryggingamálaráðuneyti hefur sent frá sér. Í fréttatylkinningunni er sagt að Árni Páll Árnason, félags og tryggingamálaráðherra, hafi ákveðið að hætt verði að telja uppbót á lífeyri vegna lyfjakostnaðar til tekna við útreikninga á rétti fólks til lámarksframfærslutryggingar. 560 einstaklingar munu haganst á þessari breytingu að óbreyttu.

Árni Páll segir að ábendingar Öryrkjabandalags Íslands um þörf fyrir þessa breytingu hafi verið réttmætar, enda eðlilegt að uppbót sem fólki er greidd til að standa starum af útlögðum lyfjakostnaði komi því að engum notum þegar uppi er staðið.