Gjörbreyttar hugmyndir eru nú uppi á borðinu varðandi uppbyggingu Landspítalans frá því rúmlega 90 milljarða króna dæmi sem hugmyndir voru um síðustu misserin um nýtt gríðarstórt háskólasjúkrahús við Hringbrautina.

Nýjar hugmyndir samkvæmt tillögu B gera ráð fyrir að hægt sé að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri jafnframt því að byggja mun minna og ódýrari sjúkrahús en áður var áætlað.

Forstjóri Landspítalans telur mögulegt að hefja útboð lokahönnunar slíks verkefnis með örskömmum fyrirvara og ljúka hönnun á næsta ári. Þá væri hægt að bjóða verkefnið út og hefja jarðvegsframkvæmdir 2011. Er þá miðað við að mögulegt sé að ljúka framkvæmdum og sameiningu á starfseminni í Fossvogi og við Hringbraut á árinu 2016.

Heildarkostnaðurinn með nýbyggingum, endurnýjun á eldra húsnæði og endurnýjun tækja og búnaðar er nú áætlaður um 51 milljarður króna.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .