Eigendur Ris ehf. og Keflavíkurverktaka hf. hafa í dag ákveðið að falla frá fyrirhuguðum samruna félaganna, sem stjórnir félaganna hafa nú unnið að um nokkurt skeið.

Í tilkynningu félaganna kemur fram að eigendurnir telja, eftir að hafa gaumgæft kosti og galla sameiningar, að hún hefði ekki leitt til þeirra hagræðingar sem að var stefnt og því sé nú rétt að falla frá þeim áformum.

Engin breyting verður því á starfsemi félaganna.