Stjórnvöld munu ekki fara fram á skaðleysisyfirlýsingar frá fjármálastofnunum vegna frumvarps efnahags- og viðskiptaráðherra um gengisbundin íbúða- og bílalán. Að sögn Árna Páls Árnasonar er ekki talin þörf á yfirlýsingunum vegna frumvarpsins. Þeim var ætlað að tryggja að fjármálastofnanir beini ekki kröfum á hendur ríkinu.

Í kjölfar beiðni stjórnvalda um skaðleysisyfirlýsingar var fjármálastofnunum sent bréf þar sem lýst er afdráttarlausri afstöðu kröfuhafa gegn undirskrift. Bréfið var sent fyrir hönd kröfuhafa. Segir í því að stjórnendur geti bakað sér persónulega skaðabótakröfu við undirskrift.

Frumvarpið er nú til umræðu í efnahags- og skattanefnd og búist er við að það verði afgreitt þaðan til 2. umræðu fyrir helgi.