Hætt hefur verið við skráningu danska orkufyrirtækisins Dong Energy. Fyrirtækið er í meirihlutaeigu danska ríkisins og í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu þar í landi segir að vegna krísu á fjármálamörkuðum mundi ekki fást gott verð fyrir bréfin nú.

Í Børsen segir að tilkynningin komi á óvart og að innan við tvær vikur séu síðan ríkið hafi gefið út tilkynningu um skráningu Dong. Ætlunin hafi verið að gefa út skráningarlýsingu í dag og skráning hafi verið fyrirhuguð í byrjun febrúar.

Greinendur höfðu metið Dong á 60-70 milljarða Danskra króna. Ætlunin var að ríkið minnkaði hlut sinn í 51% en seldi um 29% af hlut sínum.