Einkavæðingarnefnd slóveníska ríkisins ákvað í morgun að slá á frest sölu á tæplega helmingshlut í símafyrirtækinu Telekom Slovenjia, en Skipti, móðurfélag Símans, var eina fyrirtækið sem eftir var af þeim tólf sem sýndu því áhuga í upphafi.

„Enginn þeirra sem buðu í hlutinn voru reiðubúnir að bæta tilboð sín í samræmi við væntingar einkavæðingarnefndarinnar,” hefur Reuters-fréttastofan eftir Matjaz Jansa, formanni fjarskiptanefndar slóveníska fjármálaráðuneytisins.

Í seinustu viku tilkynnti samsteypa fjárfestingarfyrirtækjanna Bain Capital and Axos Capital, sem voru í samstarfi við BT Group, að hún hefði ákveðið að hætta þáttöku í tilboðsferlinu vegna óánægju með tafa á því.