Fyrrum bankastjóri Merrill Lynch, Dow Kim, hefur hætt við áætlanir sínar um að stofna vogunarsjóð eftir að fjárfestum sem hugðust taka þátt í því með honum snérist hugur.

Samkvæmt frétt Bloomberg höfðu aðilar samþykkt að leggja til um 1 milljarð Bandaríkjadala í sjóð Kim, Diamond Lake Investment Group.

Eftir mikið fall hlutabréfa undanfarna mánuði hafa þeir hins vegar hætt við.

Kim vildi ekki tjá sig um málið.