Innan um mikinn fjölda frétta af erfiðleikum flugfélaga og samdrætti í flugbransanum er ein sem ekki er jafn neikvæð og aðrar. Þýsk ferðaþjónusta ákvað í síðustu viku að hætta við nektarflug sitt sem átti að verða í sumar. Flugið var fullbókað og átti að verð það fyrsta af mörgum til að fullnægja nektarþörf Austur-Þjóðverja að sögn MSNBC fréttastofunnar.

OssiUrlaub.de, fyrirtækið sem auglýsti umrædda ferð, hefur nú hætt við hana eftir gagnrýni fjölmiðla og gesta heimasíðu fyrirtækisins sem töldu flugið vera ósiðlegt. 50 manns höfðu keypt miða í flugið og munu þeir fá þá að fullu endurgreidda.

Eftir að flugvélin færi í loftið átti farþegum að vera frjálst að afklæðast og njóta ferðarinnar naktir. Ekki fylgir sögunni hvort áhöfn flugvélarinnar hefði líka afklæðst í háloftunum.