Talið er að vaxandi hætta sé á að fasteignafélög í Bandaríkjunum og Bretlandi standi ekki í skilum af afborgunum af lánum á þessu ári. Sérfræðingar telja að slík þróun geti leitt til frekari lækkana á verði fasteigna og aukið á lausafjárþurrðina í alþjóðahagkerfinu.

Fram kemur í breska blaðinu Financial Times að sum fasteignafélög í Bandaríkjunum sem hafa fjármagnað sig með skammtímalánum á hagstæðum kjörum á síðustu árum eigi í erfiðleikum með að endurfjármagna sig þar sem bankar og fjármálastofnanir hafa skrúfað fyrir útlán og fasteignaverð fer lækkandi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .