Landsbankinn telur að hættan á að verðbólga á Íslandi fari úr böndunum sé óveruleg um þessar mundir. Seðlabankinn hefur nú þegar hafið vaxtahækkunarferli sitt og aukið peningalegt aðhald. Landsbankinn telur mikilvægt að þeirri stefnu verði viðhaldið af fullum krafti. Þegar uppi er staðið er það þó á ábyrgð stjórnvalda að tryggja áframhaldandi stöðugleika. Í því sambandi skiptir máli að aðgerðir stjórnvalda t.d. í skatta- og húsnæðismálum kyndi ekki undir verðbólgu, heldur taki mið af heildaraðstæðum í hagkerfinu. Að öðrum kosti mun verðbólgukollsteypan frá því í síðustu uppsveiflu endurtaka sig.