EuroCommerce, Evrópusamtök verslunarinnar, vara við því að Evrópusambandið kunni að hefta innflutning á húsgögnum sem framleidd eru í Kína á næstu mánuðum. Þetta kemur fram í fréttabréfi SVÞ.

Þannig kæmi ?húsgagnastríðið ? í kjölfar yfirstandandi refsitolla á skó frá Kína og Víetnam og kvóta á innflutt föt frá Kína. Ástæðan fyrir yfirvofandi innflutningshöftum á húsgögnum eru kvartanir frá ítölskum og þýskum húsgagnaframleiðendum. Innflutningshöft hefðu aðeins áhrif hér á landi ef um væri að ræða húsgögn sem framleidd eru í Kína og flutt gegnum eitthvert ESB landanna. Verslunin er að sjálfsögðu á móti svona verndarstríði enda láta neytendur ekki knýja sig til lengri tíma til að gera óhagstæð innkaup í sérvöru.