Forráðamenn bandaríska seðlabankans hafa lækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið en gera að sama skapi ráð fyrir meiri verðbólgu. Heimsmarkaðsverð á olíu og gulli náði hæstu hæðum í gær.

Fundargerð síðasta vaxtaákvörðunarfundar Seðlabanka Bandaríkjanna var opinberuð á miðvikudag. Í henni kemur fram að búist er við hagvöxtur á árinu verði á bilinu 1,3 til 2% en síðasta spá sem var kunngjörð var fimmtíu punktum hærri. Kjarnaverðbólguspáin er 30 punktum hærri en sú síðasta. Fram kemur í breska blaðinu Financial Times að spár bankans eru bjartsýnni en margra annarra - til að mynda spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) aðeins 0,8% í Bandaríkjunum á árinu.

Nánar í helgarútgáfu Viðskiptablaðsins.