Lægra atvinnuleysi og aukning á ráðstöfunartekjum eru að auka á verðbólguþrýstingi á evrusvæðinu að mati Yves Mersch, sem situr í stjórn Seðlabanka Evrópu og er seðlabankastjóri Lúxemborgar. Þetta kom fram í viðtalið við hann sem birtist í blaðinu Luxemburger Wort. Haft er eftir honum að hraður vöxtur neyslu yki hættuna á verðbólgu. Jafnframt telur hann hagvöxtur á evrusvæðinu verði að meðaltali 2,5% næstu tvö ár. Hann telur áframhaldandi umbætur á hagkerfum svæðisins nauðsynlegar þar sem að framleiðni er ekki enn viðunandi.