*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Erlent 13. október 2004 13:04

Hættir Baugur við Big Food?

Baugsmenn ekki sagðir ánægðir með lífeyrismál fyrirtæksins

Ritstjórn

Sala í verslunum Iceland-keðjunnar í Bretlandi drógst saman um 3,3% og öðrum ársfjórðungi og er þá miðað við þær verslanir sem hafa verið opnar í eitt eða lengur. Iceland eru hluti af Big Food Group Plc. Minni sala endurspeglar gríðarlega harða samkeppni á matvörumarkaði í Bretlandi þar sem ASDA, Wal-Mart og TESCO hafa verið í harðri verðsamkeppni.

Baugur hf. gerði tilboð í Big Food í september með fyrirvörum og var miðað við 110 pens á hlut. Heildarverðmæti fyrirtækisins er samkvæmt því um 379 milljónir punda. Baugur á fyrir 22% hlut í félaginu.

Hlutabréf félagsins hafa lækkað frá því tilboð Baugs var lagt fram og var í gær 92,5 pens. Dagblaðið The Independent greinir frá því í gær að forráðamenn Baugs hafi ekki verið ánægðir með niðurstöðu könnunar um efnahag fyrirtækisins og þá sérstaklega stöðu eftirlaunasjóðs. Því er haldið fram að um 200 milljónir punda gat sé á eftirlaunasjóðnum. The Scotsman - dagblaðið - veltir því fyrir sér í dag hvort staðan verði til þess að Baugur dragi sig til baka.