Huang Nubo hyggst sækja aftur um leyfi til að leigja Grímstaði á Fjöllum. Fyrst ætlar að hann að taka saman þau gögn sem vantar en stjórnvöld höfnuðu í gær umsókn hans um uppbyggingu á Grímsstöðum og töldu enn skorta fullnægjandi upplýsingar um áform fjárfestisins.

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag var þetta haft eftir Halldóri Jóhannssyni, aðstoðarmanni Nubo, sem segir Nubo fagna því að málið færist nú frá þessari "pólitísku nefnd". Hann segir að nú verði unnið í samráði við sveitarfélög og aðra aðila að því að taka saman nauðsynlega gögn og eftir það muni málið væntanlega fá umfjöllun hjá svokallaðri ívilnunarnefnd."Þetta eru viðskipti, málið er ekki pólitískt," hefur Ríkisútvarpið eftir Halldóri.