Erfiðlega gengur hjá Huawei að starfa án viðskipta við Google eftir viðskiptabann sem ríkisstjórn Trump lagði á fyrirtækið fyrir ári síðan, sem leiddi til þess að Google þurfti að hætta að selja félaginu tæknilausnir. Án allra leitar- og hugbúnaðarsmáforrita Google hefur hægst verulega á uppgangi Huawei samkvæmt frétt Wall Street Journal .

Sjá einnig: Trump banni fjarskiptabúnað frá Huawei

Huawei hóf framleiðslu á eigin örflögum og öðrum varahlutum eftir viðskiptabannið. Það hefur þó reynst þeim erfiðara að leysa forrit Google af hólmi. Huawei notar þó áfram Android stýrikerfið sem Google rekur þar sem það flokkast sem opinn hugbúnaður.

Huawei hefur hleypt af stokkunum nýjan hugbúnaðarpakka sem kallast Huawei Mobile sem inniheldur nýjan vafra og tölvupóstsforrit fyrir snjallsíma sem koma inn fyrir Google Chrome og Gmail. Huawei hefur einnig kynnt Huawei AppGallery sem er netverslun fyrir forrit, ekki ósvipuð Google Play.

Eftirspurn á heimsvísu eftir snjallsímum hefur dregist verulega saman á fyrsta fjórðungi ársins vegna kórónuveirunnar. Vörusendingar snjallsíma Huawei utan Kína drógust saman um 35% á fyrsta fjórðungi ársins.