*

fimmtudagur, 20. febrúar 2020
Erlent 7. júní 2019 08:11

Huawei semur við Rússa

Kínverska félagið Huawei og rússneska fjarskiptafélagið MTS undirrita samning um uppbyggingu á 5G.

Ritstjórn
Frá undirritun samnings Huawei og MTS en í bakgrunni má sjá leiðtoga þjóðanna, Xi jinping og Vladimir Putin.

Samkvæmt nýundirrituðum samningi Huawei og MTS mun fyrrnefnda félagið þróa 5G tengingar í Rússlandi næsta árið. Samstarfið vekur athygli sökum þess að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nýverið bannað Huawei að koma að þróun 5G búnaðar í löndunum sökum grunsemda um að félagið sé viðriðið njósnastarfsemi kínverska yfirvalda.

Samningurinn var undirritaður í upphafi þriggja daga heimsóknar Xi Jinping til Rúslands. 

Rússneska fjarskiptafélagið MTS segir í tilkynningu að samningurinn kveði á um að fyrstu 5G sendarnir verði teknir í gagnið á þessu ári og þjónustan verði opnuð fyrir viðskiptavini um það leyti. 

Samningurinn er sagður þýðingamikill fyrir Huawei sem hefur sætt mikilli ágjöf að undanförnu vegna ásakana erlendra þjóðríkja um tengsl félagsins við njósnastarfsemi kínversk yfirvalda. Auk Bandaríkjanna hafa ríkisstjórnir Ástralíu, Nýja Sjálands, Bretlands og Kanada, ákveðið að banna Huawei aðkomu að uppbyggingu 5G í löndunum. Ekkert land innan Evrópusambandsins hefur ekki tekið ákvörðun um að banna Huawei og eru skoðanir skiptar innan aðildarríkjanna. Ríkisstjórn Hollands hefur til að mynda beitt sér fyrir því að Huawei verði meinað að starfa innan Sambandsins á með yfirvöld í Þýskalandi hafa talað gegn banninu.

Stikkorð: Kína Rússland Huawei Kína