Breska knattspyrnuliðið Manchester United hefur skrifað undir samning við svissneska úraframleiðandann Hublot sem hljóðar upp á fjórar milljónir sterlingspunda.

Með samningnum verður Hublot einn aðalstryrktaraðili Manchester United næstu  þrjú árin og mun nafn fyrirtækisins verða áberandi á Old Traford, heimavelli Manchester.

Þess má geta að Hublot sá um tímatökur á Evrópumótinu í knattspyrnu sem haldið var fyrr á árinu. Fyrirtækið var stofnað árið 1980 af manni að nafni Carlo Crocco. Stefnir fyrirtækið, í kjölfar samningsins við Manchester, að því að setja á markað sérstakt lúxusúr sem kent yrði við rauðu djöflana.

AIG sem er einn aðalstyrktaraðili Manchester United var þjóðnýtt af bandarískum stjórnvöldum fyrir skömmu. Forsvarsmenn Manchester United vildu ekki tjá sig um það hvort það hefði áhrif á skuldbindingar AIG við liðið.