Belgía og stórhertogadæmið af Lúxemborg eru nú viðræðum við ýmsa fjárfestahópa um kaup á fjármálafyrirtækinu Fortis, sem var þjóðnýtt af ríkjunum tveimur í síðustu viku.  Forsætisráðherra Belgíu, Yves Leterme reynir með þessu að senda markaðnum sterk skilaboð fyrir opnun í fyrramálið. Reuters segir frá þessu í dag.

Hollenska ríkið þjóðnýtti í þessari viku hollenska hluta Fortis. Leterme sagði við belgíska fjölmiðla í dag að hann vonaðist eftir því að starfsemin í Belgíu og Lúxemborg næðist að haldast saman. „Við ætlum ekki að taka ákvörðun um söluna með bakið upp við vegg. Hið eina sem öruggt er að við viljum senda réttu skilaboðin út á markaðinn," segir Leterme.

Seðlabankastjóri Hollands hefur sagt að Fortis verði að klára samrunann við ABN Amro áður en einkavæðing getur átt sér stað á ný. Fortis keypti ABN Amro þegar verð á hlutabréfamörkuðum voru í algeru hámarki. „Fortis er mikilvægt og vel rekið fyrirtæki. Vegna virðingar okkar við starfsfólk bankans ætlum við ekki að selja hann sem fyrst á smáaur. Það eru aðrir möguleikar en að koma þessu sem allra fyrst í hendur einkaaðila."