Fyrir Paco Underhill er það sem fyrirtæki eiga einna helst að huga að er hvernig þau markaðssetja vörur til kvenfólks. Það er jafnframt umfjöllunarefni nýjustu bókar hans „What Women Want: The Science of Female Shopping“.

Spurður að því hvort norrænar þjóðir hafi náð lengra en aðrar í þeim efnum segir Underhill að þótt okkur hafi gengið vel í jafnréttismálum séu enn þrír þættir á sviði verslunar sem kaupmenn mættu íhuga betur, sama frá hvaða þjóð þeir koma.

„Sá fyrsti snýr að öryggi,“ segir Underhill. „Ég er tveggja metra hár og 110 kíló að þyngd með svart belti í bardagalist. Ég geng í gegnum lífið án ótta og það á við um flesta karlmenn en því er öfugt farið með konur. Að vera meðvitaður um það er mjög mikilvægt. Annar þáttur snýr að hreinlæti. Konur eru að jafnaði með mun hærri þröskuld þegar kemur að því hvað sé hreint og hvað ekki. Þriðji þátturinn er síðan hversu mikið næmari konur eru fyrir félagslegum skilaboðum en karlmenn. Ef kaupmenn eru meðvitaðri um þessa þætti þá geta þeir bætt afkomu sína umtalsvert,“ segir Underhill.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .