Ógleymanlegt skallamark Lionel Messi í leik Barcelona gegn Manchester United í úrslitum Meistaradeildar Evrópu árið 2009 er viðfangsefni stafræna listaverksins 'Living Memory: Messi – A Goal in Life'.

Verkið er eftir listamaninn Refik Anadol en það var unnið í samstarfi við Messi sjálfan. Messi valdi þýðingarmesta mark ferilsins og Anadol þróaði sýndarveruleika þar sem gervigreind túlkar tilfinningar og minningar Messi um markið.

Listaverkið er til sýnis hjá Christie's í New York en það verður selt á uppboði, sem lýkur þann 22. júlí næstkomandi, og rennur ágóðinn til góðgerðarmála.

Myndin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út 16. júlí 2025.