Hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtækið Applicon er eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði á Norðurlöndum. Fyrirtækið var upphaflega stofnaði í Danmörku árið 1998 en Nýherji keypti fyrirtækið árið 2005.   Í dag er starfsemi Applicon í þremur löndum utan Íslands, Danmörku, Svíþjóð og Englandi.

,,Markmið okkar með kaupunum á Applicon var að búa til alþjóðlegt fyrirtæki með framtíðarsýn sem felst í því að vera leiðandi fyrirtæki á sínu sviði í Norður-Evrópu” segir Kristján Jóhannsson framkvæmdastjóri Applicon.   Í tilefni 10 ára afmælis fyrirtækisins var farið mikla mörkunarvinnu þar sem m.a. merki fyrirtækisins var endurhannað. Kristján segir fyrirtækið hafi endurhannað merki sitt síðast árið 2001 en þá var það eingöngu starfandi í Danmörku.

,,Nú er starfsemin mun alþjóðlegri. Til þess að endurspegla nútímalegt ráðgjafafyrirtæki var farið í gegnum mörkunarvinnu með auglýsingastofunni EnnEmm. Afraksturinn er að mínu mati mjög ánægjulegur. Við höfum fengið mikið betra útlit með ferskari litasamsetningu og í takt við alþjóðlega starfsemi okkar. Við tókum nýja merkið formlega í notkun í upphafi þessa mánaðar.”   Megináhersla fyrirtækisins verður á Norðurlönd og England næstu misserin. Kristján segir mörg tækifæri á þessum mörkuðum en fyrirtækið sé þó alltaf að leita að spennandi tækifærum.

_____________________________________

Nánar er fjallað um Applicon í viðtali við Kristinn Jóhannsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, í sérblaði um iðnað og atvinnulíf í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .