Chris Huges birti langa grein í New York Times í gær þar sem hann færir rök fyrir því að Facebook, sem hann stofnaði ásamt Mark Zukerberg, verði brotið upp í nokkur minni fyrirtæki. Að mati Huges er Facebook orðið svo valdamikið að lýðræðinu stafi ógn af fyrirtækinu í óbreyttri mynd.

Huges leggur til að bandaríska samkeppniseftirlitið og dómsmálaráðuneytið ógildi yfirtöku Facebook á Instagram og WhatsApp og banni félaginu að gera fleiri yfirtökur í nokkur ár. Hann segir það stærstu misttök samkeppniseftirlitsins að hafa heimilað Facebook að eignast þessi fyrirtæki. Fyrir vikið sé Zuckerberger nú valdamesti maður Bandaríkjanna og enginn stjórnmálamaður, fyrirtæki eða hagsmunasamtök komist með tærnar þar sem hann hafi hælana. Zuckerbergar geti ráðið úrslitum kosninga með því að hagræða algóriðum miðla sinna án þess að nokkur fái hönd við reist.

Talsmaður Facebook, Nick Clegg, svaraði greininni í gær þar sem hann hafnaði niðurstöðu Huges og gagnrýndi málflutning hans. Clegg tók undir að velgengni Facebook þýddi að ábyrgð félagsins væri mikil. Það væri hins vegar rangt að brjóta fyrirtækið upp í minni einingar til þess að tryggja að það gangist við ábyrgðinni.