Huginn Freyr Þorsteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þuríðar Backman alþingismanns og verður  með aðsetur á Akureyri.

Huginn Freyr er 29 ára og heimspekingur að mennt, útskrifaðist með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands 2003, MA-próf í vísindaheimspeki frá Bristol háskóla árið 2005 og stundar nú um stundir doktorsnám við sama skóla.

Huginn hefur starfað fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð frá árinu 2001 með hléum en í síðustu kosningum var Huginn kosningastjóri á landsvísu. Hann er auk þess formaður Vinstri grænna á Akureyri.

Samhliða því að gegna aðstoðarmennsku fyrir Þuríði hefur Huginn verið ráðinn til starfa fyrir svæðisfélag Vinstri grænna á Akureyri og kjördæmisráð Norðausturkjördæmis.

Sambýliskona Hugins er Dagný Bolladóttir, málfræðingur og eiga þau synina Bolla Stein og Gunnar Bjart.