Það er ekki á hverjum degi sem fólk bíður í röðum eftir að fá áritaða símaskrá en það gerðist á Austurvelli í dag þegar aðdáendur biðu eftir að fá nýútkomna Símaskrá áritaða af  Hugleiki Dagssyni.

Hann er höfundur myndasögu í Símaskránni sem er óbeint framhald af Garðarshólma sem hann teiknaði í fyrra.

Hugleikur teiknaði einnig forsíðuna.

Símaskráin hefur að geyma um 320.000 símanúmer en í henni eru einnig aðrar hagnýtar upplýsingar. Sem dæmi má nefna kort af öllum landshlutum og götukort af bæjarfélögum og flokkað yfirlit yfir veitingastaði.

Þá má finna upplýsingasíður um sundlaugar og golfvelli og yfirlit yfir viðburði og bæjarhátíðir um land allt í sumar.