Hugleikur Dagsson hefur teiknað og málaðfjölda listaverka,skrifað myndasögur, handrit og leikrit, gefið út 20 bækur, en er menntaður myndlistarmaður. Fyrsta bók Hugleiks hjá Forlaginu kom út árið 2005 en fram að því hafði hann sjálfur séð um að gefa út bækurnar og dreifa þeim um bæinn.

„Ég ljósritaði og heftaði þetta saman. Þá hafði ég fyrir þrjú jól gefið út lítil söfn með bröndurum. Ég prófaði ekki einu sinni að fara með þetta til útgefenda. Ég held að það sé frekar öruggt að þetta hefði ekki verið gefið út fyrr en þetta var búið að vekja athygli á eigin spýtur,“ segir Hugleikur en í kjölfarið hafði Forlagið samband við hann og vildi gefa út bækurnar hans.

Forlagið bankar

„Ég vonaði innst inni að eitthvað svoleiðis myndi gerast. Að ég þyrfti ekki alltaf að sækja bunka af blöðum úr Háskólaprenti og hefta,“ segir Hugleikur sem hafði litlar áhyggjur af því að verða í kjölfarið það sem stundum er kallað „sell-out“ í. „Það er eins og einhver sagði: It´s not about selling out, it´s about cashing in,“ segir Hugleikur sem játar því að allir listamenn þurfi að hafa það í sér að geta selt verkin sín.

Hann segir sölumennsku og það sem kalla mætti brask svo sannarlega fylgja þessum geira. „Það er mjög mikið brask. Það er líka alltaf að breytast hvernig er best að kynna sig. Mér finnst eins og helmingurinn af því sem ég geri snúi að því að koma mér á framfæri,“ segir Hugleikur sem nefnir Facebook sem það tól sem hann noti mest sjálfur og lýsir því hvernig það er að sjá fleiri bætast við á Hugleiks-aðdáendasíðuna. „Það þýðir að því fleiri sem eru komnir þangað því fleiri kaupa boli þegar þú setur tengil á bolasíðuna þína og sama gildir um bækurnar.“

Ítarlegt viðtal við Hugleik má lesa í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins.