Samtök atvinnulífsins segja að hugmyndafræðileg afstaða megi ekki koma í veg fyrir því að gerðir verði samningar við einkareknar heilbrigðisstofnanir. Að sögn samtakanna geta slíkir samningar hjálpað til við að stytta biðlista eftir ýmsum aðgerðum. „Margt bendir til þess að mun betur mætti gera í þessu efni ef krafa um hagkvæmni og árangur væri höfð að leiðarljósi og áhersla á opinbert rekstrarform sett til hliðar,“ segir í frétt Samtaka atvinnulífsins.

Bent er á að opinberar tölur um framlag ríkisins til heilbrigðismála verður ekki annað séð en að framlag ríkisins til opinberrar heilbrigðisþjónustu hafi hækkað raungildi ekki síður en til einkarekinnar þjónustu. „Framlag til opinberrar heilsugæslu hefur hækkað umtalsvert meira en til einkarekinnar. Mikil hækkun á framlagi ríkisins til sérfræðiþjónustu skýrist einkum af ákvörðun ráðherra um að hækka greiðsluþátttöku ríkisins vegna sérfræðilækna með eigin stofur úr 58% í 68% og greiðsluþátttöku ríkisins í tannlæknaþjónustu á árunum 2013 og 2014,“ segir í frétt SA.

„Þá hefur stytting legutíma, ný lyf og ný tækni á undanförnum árum gert kleift að flytja þjónustu frá sjúkrahúsum til sérfræðilækna. Þessi þróun hefur átt sér stað vegna þess að hún er hagkvæm og gefur kost á betri þjónustu við sjúklinga. Útgjöld ríkissjóðs til einkarekinnar heilbrigðisstarfsemi á sér stað á grundvelli samninga og unnt er auðveldlega að meta umfang og framleiðni þeirrar þjónustu. Einkarekstur fjármagnaður af ríkinu hefur ekki þróast „nánast stjórnlaust“ líkt og landlæknir fullyrðir[..],“ kemur einnig fram í fréttinni.