*

föstudagur, 4. desember 2020
Innlent 6. mars 2017 10:56

Hugmyndasamkeppni um virkni óreyndra

Starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK hefur efnt til hugmyndasamkeppni um þróun úrræðis fyrir ungt fólk án reynslu af vinnumarkaði.

Ritstjórn

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður efnir til hugmyndasamkeppni um þróun úrræðis fyrir ungt fólk sem er í þjónustu VIRK en hefur litla sem enga reynslu af vinnumarkaði.

Markmiðið er að eftir þátttöku í starfsendurhæfingarúrræðinu stundi unga fólkið vinnu og/eða nám og hafi öðlast betri heilsu, líðan og færni í daglegu lífi.

Veitt verða peningaverðlaun fyrir þrjár bestu hugmyndirnar og stefnt er að gerð þjónustusamnings um úrræði til tveggja ára með möguleika á áframhaldi samstarfi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Virk og vísar sjóðurinn á heimasíðu sína, virk.is fyrir áhugasama, en fyrir fyrsta sæti hyggst félagið veita 300 þúsund krónur, 200 þúsund fyrir annað sætið og 100 þúsund fyrir það þriðja.