Hugsanlegt er að enginn hagvöxtur verði í Rússlandi í ár vegna spennunar í samskiptum við Úkraínumenn. Þetta segir fjármálaráðherra Rússlands.

Ráðherrann, Anton Siluanov, segir að landið standi andspænis mestu erfiðleikum sem Rússar hafi strítt við síðan 2008. Þá er búist við því að ríkisútgjöld muni aukast vegna þeirrar ákvörðunar að innlima Krímskagann.

„Verg landsframleiðsla er talin verða í kringum 0,5%, kannski í kringum núllið,“ sagði Siluanov á ríkisstjórnarfundi.

BBC greindi frá.