*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 19. september 2018 09:33

Hugsanlega sekur um „alvarleg brot“

Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims og forstjóri HB Granda, gæti verið sekur um „alvarleg brot“ samkvæmt frummati SE.

Ritstjórn
Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims hf, tók við sem forstjóri HB Granda í sumar eftir kaup Brims á þriðjungshlut í Granda.
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt frummati samkeppniseftirlitsins á viðskiptaháttum Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og forstjóra HB Granda, gæti hann verið sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum. Þetta kemur fram í bréfi frá Samkeppniseftirlitinu sem Markaðurinn hefur undir höndum og fréttablaðið segir frá í morgun.

Eftirlitið gerir fjórar athugasemdir. Það að aðaleigandi Brims – sem er stærsti eigandi HB Granda með þriðjungshlut – sé forstjóri HB Granda kunni að leiða til samkeppnislagabrota, en Guðmundur hefur verið forstjóri frá því í júní eftir að Brim keypti þriðjungshlutinn í Granda.

Þar að auki er gerð athugasemd við setu Guðmundar í stjórn Vinnslustöðvarinnar, sem Brim átti þriðjungshlut í þar til í gær, en samkvæmt tilkynningu til Ríkisskattstjóra hætti Guðmundur í stjórn þar 10. apríl síðastliðinn.

Guðmundur sé því eini eigandi eins félags, forstjóri annars, og stjórnarmaður í því þriðja, sem séu öll á sama markaði, sem eftirlitið segir varhugavert í samkeppnislegu tilliti.