Bresk stjórnvöld íhuga nú að skylda tóbaksframleiðendur til að pakka varningi sínum í brúnar umbúðir í stað íburðarmikilla pakkninga.  Þetta kemur fram á vef Guardian.

Andrew Landsley heilbrigðisráðherra lætur nú skoða kosti þessarar leiðar, en verði hún fyrir valinu er þetta róttækasta aðgerð breskt stjórnvöld hafa nokkurn tíma gripið gegn reykingum.  Markmiðið væri að minnka áhuga ungs fólks á að byrja að reykja.