Kröfuhafar Byrs eru óánægðir með að þátttakendur í söluferli bankans fái betri upplýsingar um stöðu hans en kröfuhafarnir. Morgunblaðið greinir frá því að einu upplýsingarnar sem kröfuhafarnir hafa fengið um eiginfjárstöðu bankans séu að eigið fé sé neikvætt um 5-8 milljarða króna en eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá gengur söluferlið út á að afla bankanum nýs hlutafjár.