Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, sagði á fjárfestafundi á vegum bankans í dag að hugsanlegt sé að skrá bankann í norsku kauphöllina.

Bjarni sagði Glitni ekki hafa haft samband við fjárfestingabanka um mögulega skráningu í Osló, auk skráningar í Kauphöll Íslands, en að bankinn sé að skoða möguleikann á tvíhliða skráningu.

Glitnir velti fyrir sér skráningu í Noregi þegar bankinn keypti norska bankann BNBank, sagði Bjarni, og er verið að skoða málið á ný. Hann sagði hins vegar að ekki mætti búast við hreyfingum á næstu mánuðum.