Ekki er útilokað að velferðarráðuneytinu verði skipt upp og heilbrigðismálin færð undir sérstakt ráðuneyti, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Í blaðinu er fjallað ítarlega um það hvernig næsta ríkisstjórn gæti litið út. Þar segir líklegast að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndi saman næstu ríkisstjórn. Með skiptingu velferðarráðuneytis í tvennt geti flokkarnir tveir verið með jafn marga ráðherra, það er hvor flokkur með fimm ráðherra.

Fréttablaðið segir að í Sjálfstæðisflokknum hafi menn m.a. horft til innanríkisráðuneytis eða atvinnu- eða nýsköpunarráðuneytis.