Óvissa er um uppsetningu sleðarennibrautar og útsýnisveitingahúss á vegum fyrirtækisins Zalibuna í Kömbunum. Ekki er útlit fyrir að frumkvöðlarnir fái gatnamót á heiðinni nálægt staðnum. Í Morgunblaðinu í dag segir að til greina komi að setja brautina upp í Hlíðarfjalli við Akureyri.

Á teikniborði forsvarsmanna Zalibunu, sem eru verðfræðinemar við Háskólann í Reykjavík, er að byggja útsýnisveitingahús við Hringveginn á Kambabrún. Þaðan mun liggja sleðarennibraut niður liðlega 100 ára gamlan reiðveg í Kömbunum. Fyrirtækið hefur m.a. notið stuðnings í frumkvöðlaverkefninu Startup Reykjavík.

VB Sjónvarp fjallaði um Zalibunu í ágúst í fyrra. Hér má sjá viðtal við forsvarsmenn fyrirtækisins.