Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir hugsunina í áætlun um afnám gjaldeyrishafta ekki breytast þrátt fyrir vel heppnað útboð ríkissjóðs á skuldabréfum í dollurum. „Okkar afstaða hefur ekkert breyst, og við vissum að það væri að opnast gluggi á Bandaríkjamarkaði og að við gætum náð í lán þar,“ sagði Már og sagði að afnámið gæti gengið hraðar en ef útboðið hefði ekki gengið.