Nýverið var gengið frá kaupum HugarAx á veflausnadeild Betri lausna ehf. Veflausnadeild Betri lausna hefur um árabil unnið að gerð veflausna fyrir fyrirtæki og stofnanir og þróað öflugt íslenskt vefumsjónarkerfi. HugurAx mun sjá um alla þjónustu við þá vefi sem áður voru í þjónustu Betri lausna ehf. og hafa starfsmenn Betri lausna, sem sinnt hafa veflausnum, nú þegar hafið störf hjá HugAx segir í tilkynningu.

"Við teljum að með því að sameina starfsemi veflausnadeildar Betri lausna starfsemi HugarAx þá séum við að tryggja notendum enn betri og fjölbreyttari þjónustu hjá stærra og öflugra fyrirtæki,? segir Ingimar Þór Friðriksson, framkvæmdastjóri Betri lausna í fréttinni..

Að sögn Páls Freysteinssonar, framkvæmdastjóra HugarAx, er þessi fjárfesting liður í að efla starfsemi fyrirtækisins á sviði veflausna. ,,Veflausnadeild Betri lausna fellur mjög vel að starfsemi HugarAx. Innan HugarAx er mikil reynsla og þekking á veflausnum og höfum við um árabil verið samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana, sem hafa nýtt vefi sína til að auka hagkvæmni og hækka þjónustustig. Sífellt fleiri aðilar vilja gera afgreiðslu mála hraðvirkari og sjálvirkari og þá gegnir vefurinn lykilhlutverki. Við hlökkum til að vinna með þeim notendum, sem hafa verið í þjónustu Betri lausna, að áframhaldandi þróun á þeirra vefjum.?

Markmið HugarAx er að vera öflugur samstarfsaðili fyrirtækja sem vilja ná árangri. Því markmiði er náð með samvinnu, frumkvæði, áreiðanleika, faglegum vinnubrögðum og framúrskarandi þjónustu. Viðskiptavinir HugarAx eru um 4.000 talsins, þar á meðal mörg af stærstu og öflugustu fyrirtækjum landsins. Hjá HugAx starfar um 135 manna hópur metnaðarfullra starfsmanna, sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu á sviði upplýsingatækni segir í tilkynningu. Þar kemur fram að HugurAx býður kröfuhörðum viðskiptavinum fjölbreyttar lausnir og þjónustu m.a. á sviði viðskiptalausna, stjórnendalausna, starfsmannalausna, lausna fyrir orkugeirann og sérlausna.