*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Fólk 17. ágúst 2016 13:40

Hulda Birna framkvæmdastjóri hjá ÍA

Hulda Birna Baldursdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA frá og með 1. nóvember.

Ritstjórn

Hulda Birna Baldursdóttir verður nýr framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA frá og með 1. nóvember næstkomandi þegar hún tekur við starfinu af Haraldi Ingólfssyni. Mun hún fram að þeim tíma setja sig inn í starfið og taka við einstökum verkefnum þess.

Hulda Birna hefur starfað sem markaðsstjóri Tækniskólans en hún hefur starfað fyrir skólann frá árinu 2008. Auk þess hefur hún verið framkvæmdastjóri Stelpugolfs fyrir PGA á Íslandi síðustu þrjú árin auk þess að vera formaður barna og unglingaráðs í Fylki.

Hún var jafnframt framkvæmdastjóri Brúðkaupssýningarinnar Já í Smáralind 2001-2005, framkvæmdastjóri Húnavöku á Blönduósi 2006 til 2012. Hulda Birna kláraði MS í stjórnun frá Bifröst árið 2009, lauk viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2002 en hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hún er 43 ára, gift Einari Erni Jónssyni og þau auga fjögur börn.