Hulda Pjetursdóttir vinnur fyrir Green Energy Group AS sem er að setja upp 65 MW gufuaflsvirkjanir í Kenýa í samvinnu við þarlend stjórnvöld.

Snyrtistofa og slátrari í úthverfi Nairóbí.
Snyrtistofa og slátrari í úthverfi Nairóbí.

„Hér er bara til í dag, á morgun eða seinna. Eftir 10 mínútur þýðir einhvern tímann þann daginn, kannski. Fundum er oftar en ekki frestað um nokkrar klukkustundir eftir að maður er mættur á staðinn. Ég er búin að læra að anda bara djúpt og nota biðtímann í að vinna eða lesa. Þegar ég spyr heimamenn út í þetta með tímann þá skilja þeir ekkert hvað ég er að fara og þeim finnst fyndið að ég sé að spá í þetta. Þeir hafa allt annað tímaskyn en við á Vesturlöndum. Auðvitað tekur þetta stundum á en mér finnst mikilvægt að aðlagast aðstæðum og sýna menningu heimamanna virðingu og áhuga og það hefur reynst vel í samskiptum við þá,” segir Hulda þegar hún er spurð hvað hafi komið henni mest á óvart við lífið í Afríku.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.