*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Fólk 8. janúar 2019 14:07

Hulda ráðin upplýsingafulltrúi VG

Hulda Hólmkelsdóttir er nýr upplýsingafulltrúi þingflokks Vinstri grænna, en hún vann áður hjá Stöð 2, Bylgjunni og Vísi.

Ritstjórn
Hulda Hólmkelsdóttir nýr upplýsingafulltrúi þingflokks VG
Aðsend mynd

Hulda Hólmkelsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Hulda mun meðal annars annast samskipti við fjölmiðla fyrir hönd þingflokksins ásamt aðstoð við þingmenn við þeirra störf. Hún hefur þegar hafið störf.

Hulda lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2012 og BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Hún hefur frá 2016 starfað sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Samhliða námi við HÍ tók Hulda þátt í starfi Röskvu, bæði í stjórn félagsins og sem kosningastýra. Þá var hún talskona Ungra vinstri grænna 2014-2015. Fyrir eru starfsmenn þingflokksins þeir Kári Gautason framkvæmdastjóri þingflokks og Leifur Valentín Gunnarsson, ritari þingflokks.