Hulda Gunnlaugsdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Ahus sjúkrahússins. Ósætti með vaktir, einkum hjúkrunarfræðinga er eins ástæða uppsagnarinnar eftir því sem fram kemur á vef Aftenposten. Hulda og stjórn sjúkrahússins höfðu lagt grunn að nýrri helgarvinnuáætlun sem fól í sér að hjúkrunarfræðingar þurftu að vinna þrjár helgarvaktir aukalega á ári.

Þetta féll í grýttan jarðveg hjá hjúkrunarfræðingunum og mótmæltu þeir harðelga. Í síðustu viku ákvað svo stjórn spítalans að nýja helgarfyrirkomulagið yrði ekki tekið upp. Sú ákvörðun var tekin eftir að fjöldi hjúkrunarfræðinga hafði sagt upp störfum hjá spítalanum.

Í fréttatilkynningu sem Aftenposten vísar til segir Hulda að uppsögn hennar sé tilkomin vegna þess að hana hafi skort stuðning frá stjórn spítalans.

Hulda Gunnlaugsdóttir hefur unnið á sjúkrahúsinu síðan 2010 en áður var hún forstjóri Landspítalans til skamms tíma.